Verlorene Siege - Afganistan

" I am considering two promises. One is the promise of God, the other is that of Bush. The promise of God is that my land is vast. If you start a journey on God's path, you can reside anywhere on this earth and will be protected... The promise of Bush is that there is no place on earth where you can hide that I cannot find you. We will see which one of these two promises is fulfilled."

Múlla Múhameð Ómar í viðtali við VOA í september 2001

Það er ef til vill of snemmt að svara því hvort loforð Allah eða Bush verður á endanum sterkara hvað varðar örlög hins eineygða foringja Talíbana, en þó virðist sem eitthvað halli á bandaríkjaforseta. 

Íhlutun í Afganistan var gott mál en framkvæmdin var bæði klaufaleg og án tillits til lýðfræðilegra eða sögulegra aðstæðna.  Því er svo komið að ósigur blasir við NATO.  Sá ósigur mun ekki eiga sér stað á einni nóttu en nú hreyfist allt í þá átt með síauknum hraða.  McNeill, yfirmaður ISAF, tilkynnti til dæmis nýlega að herlið NATO muni láta talibönum eftir mest allt Helmand héraðið í vetur - en margir breskir hermenn hafa gefið líf sitt til þess að ná undirtökum í héraðinu undanfarin tvö ár.  Að draga lið sitt til baka með þessum hætti staðfestir að:

  • NATO er ekki með nægilegt lið til þess að halda Helmand
  • Ekki hefur tekist að vinna traust og samvinnu íbúanna
  • Afganski herinn er enn gagnslaus

Ómar hefur tilkynnt að frekari árásir í norðurhluta landsins séu í bígerð og þar með ætlar hann sér að reka fleyg í fjöllita fylkingu NATO og hrekja þjóðverja úr landi.

hungur

Framlög til endurreisnar í Afganistan hafa verið smánarlega lítil og íbúarnir hafa ekki fundið áþreifanlega fyrir því að líf þeirra sé að batna og muni batna verulega undir stjórn Karzai, hungursneyð er í sumum héruðum og vegna þess að ekki hefur tekist að skapa öryggi er erfitt að koma neyðarbrauði til fólksins.  Stuðningur fólksins er eina leiðin til þess að vinna sigur á uppreisnarhreyfingu á borð við Talíbana og ljóst er að NATO hefur þegar misst tækifærið til þess. 

"Reconstruction goals have also not been met, which means Afghans suffer poor and worsening living conditions. The country remains one of the poorest in the world: Seventy percent of the population lives below the poverty line; Afghanistan’s National Human Development Report ranked the country at 173 out of 178 countries worldwide in 2004. Forty percent of people in rural areas go hungry, and Afghanistan has the highest level of malnutrition in the world at 70 percent."

Fróðlegt verður að sjá hvernig NATO þolir ósigur á borð við þennan, en í raun er þar með stefna bandalagsins um "out of area" aðgerðir orðin gjaldþrota. 

Mæli með þættinum "Return of the Taliban" og þáttum Sean Langan "Fighting the Taliban" og "Meeting the Taliban".

taliban

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband