Skeytingarleysi þegar öllu er á botninn hvolft

Hér blasir við að þegar öllu er á botninn hvolft er þjóðum heims sama um örlög íbúa Darfúr sem búa við hernað skæruliðasveita Janjaweed, en þeir ganga einmitt erinda stjórnvalda í Súdan.  Sumir tala kaldhæðnislega um að engir hagsmunir, s.s. olía, sé í Súdan og það standi þessu verkefni fyrir þrifum en hluti vandans er bara sá að mannúðaríhlutanir eru erfiðar og hættulegar og vestrænir borgarar (og kjósendur) eru fljótir að missa áhugann á slíkum verkefnum.  Munum hvernig háleit markmið í Sómalíu molnuðu þegar menn horfðust í augu við grimmdina og hjaðningavígin þar.

Mennirnir á myndinni að neðan verða sigurvegarar.

janjaweed


mbl.is SÞ segir mögulegt að friðargæsluverkefnið í Darfur misheppnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband