Deja vu all over again...

Þessi endurteknu átök í Musa Qala minna óþægilega á atburði í Fallujah í Anbar héraði í Írak árið 2004.  Þar var borgin nánast undir í töluverðum átökum í Apríl en pólitískar aðstæður, og léleg upplýsingastefna, leiddu til þess að bardögum var hætt rétt áður en yfir lauk og íröskum hershöfðingja leyft að "taka við borginni" til þess að stilla til friðar.  Svonefnd Fallujah herdeild varð hins vegar í besta falli máttlaus og í versta falli hliðholl andspyrnuöflunum í borginni og hún varð aftur á svipstundu griðastaður, pyntingamiðstöð og sprengjuverksmiðja sem ógnaði nærliggjandi svæðum (þmt Bagdad).  Fjölþjóðaliðið (bandaríska landgönguliðið) neyddist siðan til þess að taka borgina í Nóvember sama ár þar sem friðþægingarstefnan beið algert skipbrot.

Afleitt er að sjá söguna endurtaka sig, þó Bretar séu hér i aðalhlutverki og hafi ekkert lært eftir hina miklu krítík sem þeir beindu, ómálefnalega, gegn landgönguliðinu í Fallujah.

taliban_weapon


mbl.is Hart barist í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband