8.12.2007
Deja vu all over again...
Þessi endurteknu átök í Musa Qala minna óþægilega á atburði í Fallujah í Anbar héraði í Írak árið 2004. Þar var borgin nánast undir í töluverðum átökum í Apríl en pólitískar aðstæður, og léleg upplýsingastefna, leiddu til þess að bardögum var hætt rétt áður en yfir lauk og íröskum hershöfðingja leyft að "taka við borginni" til þess að stilla til friðar. Svonefnd Fallujah herdeild varð hins vegar í besta falli máttlaus og í versta falli hliðholl andspyrnuöflunum í borginni og hún varð aftur á svipstundu griðastaður, pyntingamiðstöð og sprengjuverksmiðja sem ógnaði nærliggjandi svæðum (þmt Bagdad). Fjölþjóðaliðið (bandaríska landgönguliðið) neyddist siðan til þess að taka borgina í Nóvember sama ár þar sem friðþægingarstefnan beið algert skipbrot.
Afleitt er að sjá söguna endurtaka sig, þó Bretar séu hér i aðalhlutverki og hafi ekkert lært eftir hina miklu krítík sem þeir beindu, ómálefnalega, gegn landgönguliðinu í Fallujah.
Hart barist í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007
UBL
Enn reynir UBL að reka fleyg milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja en þessi upptaka er eiginlega merki um skilningsleysi jíhadistanna á pólitísku landslagi á vesturlöndum nú um stundir. Ljóst er þó að afganska uppbyggingin gengur ekki vel og ósigur blasir við (sjá færslu að neðan um Verlorene Siege). Þetta kall sádans er þannig hentug áminning til þeirra ríkja sem eru að missa þrek og sýnir þeim hvað er í raun í húfi í Afganistan. Valið milli talíbanastjórnar og lýðræðisstjórnar Karzai, með öllum annmörkum hennar, er eftir allt ekki vandasamt þegar gott fólk á í hlut.
Evrópa yfirgefi Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2007
Styðjum Musharraf
Neitar samstarfi við Musharraf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2007
Keisarinn er dauður... lengi lifi keisarinn
Kasparov í 5 daga fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2007 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007
Pólverjar mega missa sig
Ekki er mikil eftirsjá að pólsku herliði sem fer frá Írak, þeir hafa ekki getað látið til sína taka og hafa enga sérgetu sem mikilvæg er. Allur almenningur á Íslandi veit kannski ekki að allt alþjóðalið í Írak starfar í umboði (einróma umboði) öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Pólverjar ætla að kalla hermenn sína heim frá Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007
Enterprise, Truman, Nimitz og Ahmadinadjad
12.11.2007
Gott fordæmi eyðimerkurrefsins Gaddafi
12.11.2007
Hisballah hafa náð vopnum á ný
11.11.2007