Deja vu all over again...

Þessi endurteknu átök í Musa Qala minna óþægilega á atburði í Fallujah í Anbar héraði í Írak árið 2004.  Þar var borgin nánast undir í töluverðum átökum í Apríl en pólitískar aðstæður, og léleg upplýsingastefna, leiddu til þess að bardögum var hætt rétt áður en yfir lauk og íröskum hershöfðingja leyft að "taka við borginni" til þess að stilla til friðar.  Svonefnd Fallujah herdeild varð hins vegar í besta falli máttlaus og í versta falli hliðholl andspyrnuöflunum í borginni og hún varð aftur á svipstundu griðastaður, pyntingamiðstöð og sprengjuverksmiðja sem ógnaði nærliggjandi svæðum (þmt Bagdad).  Fjölþjóðaliðið (bandaríska landgönguliðið) neyddist siðan til þess að taka borgina í Nóvember sama ár þar sem friðþægingarstefnan beið algert skipbrot.

Afleitt er að sjá söguna endurtaka sig, þó Bretar séu hér i aðalhlutverki og hafi ekkert lært eftir hina miklu krítík sem þeir beindu, ómálefnalega, gegn landgönguliðinu í Fallujah.

taliban_weapon


mbl.is Hart barist í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UBL

Enn reynir UBL að reka fleyg milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja en þessi upptaka er eiginlega merki um skilningsleysi jíhadistanna á pólitísku landslagi á vesturlöndum nú um stundir.  Ljóst er þó að afganska uppbyggingin gengur ekki vel og ósigur blasir við (sjá færslu að neðan um Verlorene Siege).  Þetta kall sádans er þannig hentug áminning til þeirra ríkja sem eru að missa þrek og sýnir þeim hvað er í raun í húfi í Afganistan.  Valið milli talíbanastjórnar og lýðræðisstjórnar Karzai, með öllum annmörkum hennar, er eftir allt ekki vandasamt þegar gott fólk á í hlut.

  


mbl.is Evrópa yfirgefi Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum Musharraf

Stöðugleiki Pakistan er lykilatriði og landið gengur í gegnum mjög brothætt tímabil núna.  Best væri fyrir Bandaríkin að vinna með Musharraf en gagnrýna hann ekki eins gróflega fyrir opnum tjöldum og gert hefur verið.  Hann hefur þó allavega hemil á ISI og vinnur með okkur með hangandi hendi.  Með stuðningi við hann á þessum erfiða tíma mætti fá samþykki hans fyrir frekari aðgerðum á ættflokkasvæðunum til að hafa hendur í hári úsbekanna, tsétsníumannanna og arabanna sem þar leynast.
mbl.is Neitar samstarfi við Musharraf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keisarinn er dauður... lengi lifi keisarinn

putin-fishing-1
Vladimir Putin er að endurvekja hina gömlu rússnesku keisaralegu hefð með því að halda völdum út í hið óendanlega.  Hann tekur sér smá hliðarstöðu sem forsætisráðherra en kemur svo aftur sem forseti eftir fjögur ár.  Þetta er ekki sem verst fyrir Rússland, hann hefur haldið mjög vel á spilunum fyrir rússland, en vesturlöndum hefur gengið illa að leika réttu leikina á móti eða með honum og rússneskur almenningur nýtur ekki mikils pólitísks frelsis.
 
Mikilvægt er fyrir vesturlönd að ná saman með Rússum gegn sameiginlegum strategískum ógnum á borð við vaxandi herskáan íslamisma og rumskandi kínverskan dreka.
 

mbl.is Kasparov í 5 daga fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar mega missa sig

Ekki er mikil eftirsjá að pólsku herliði sem fer frá Írak, þeir hafa ekki getað látið til sína taka og hafa enga sérgetu sem mikilvæg er.  Allur almenningur á Íslandi veit kannski ekki að allt alþjóðalið í Írak starfar í umboði (einróma umboði) öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 


mbl.is Pólverjar ætla að kalla hermenn sína heim frá Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeytingarleysi þegar öllu er á botninn hvolft

Hér blasir við að þegar öllu er á botninn hvolft er þjóðum heims sama um örlög íbúa Darfúr sem búa við hernað skæruliðasveita Janjaweed, en þeir ganga einmitt erinda stjórnvalda í Súdan. Sumir tala kaldhæðnislega um að engir hagsmunir, s.s. olía, sé í...

Enterprise, Truman, Nimitz og Ahmadinadjad

Jæja þá verður fróðlegt aftur að fylgjast með skipakomum við Persaflóa (eða Arabíuflóa eins og arabískir viðbúendur kjósa að kalla hann - þarna hefur allt einhverja dýpri merkingu). Enterprise hefur verið staðsett á svæðinu og núna í byrjun nóvember...

Gott fordæmi eyðimerkurrefsins Gaddafi

Þetta ættu Íranir að skoða. Valið miðað við núverandi stefnu þeirra er einmitt að öðlast á nýjan leik eðlilega stöðu í alþjóðakerfinu eða halda áfram á núverandi braut með tilheyrandi hörmungum fyrir írönsku þjóðina. Þvermóðskuleiðin er gjaldþrota. Að...

Hisballah hafa náð vopnum á ný

Nasralla fer ekkert með fleipur. Samtökin sem stofnuð voru og studd eru af Írönum (Quds þjálfarar eru virkir innan samtakanna) hafa náð að endurvígbúast eftir eldflaugaskothríð sína gegn Ísrael í fyrra. Þetta staðfesti Ban Ki Moon í nýlegri skýrslu og þá...

Persapúsl að klárast

Bandaríkin misstu tvö stór tækifæri til þess að gera Íran að lykilbandamanni, fyrst 2001 og síðan 2003 eftir innrásina i Írak. Eftir að Ahmadinadjad varð forseti og Khameini lét honum eftir lausan tauminn með kjarnorkuáætlun landsins (sem IRGC stýra)...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband